Um okkur
Við erum lítið fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var á haustmánuðum 2024. Hugmyndin kviknaði þegar við fórum að hugsa um hvernig hægt væri að nýta kaffikorginn sem fellur til á kaffihúsinu okkar, Ketilkaffi, sem við rekum einnig. Okkur datt í hug að sniðugt væri að framleiða sápur með kaffikorgi, einskonar kaffiskrúbba. Við keyptum sápugrunn og prófuðum okkur áfram og bjuggum til nokkrar kaffisápur sem komu mjög vel út. Sápugerðin var svo skemmtileg að við hugsuðum með okkur að fleiri hefðu örugglega gaman af að prófa að gera sápur heima á auðveldan og öruggan máta. Við fórum því á stúfana í leit að góðum sápugrunni og ilmblöndum til að bjóða til sölu. Við fundum lítið franskt fyrirtæki sem framleiðir hágæða ilmblöndur úr sérvöldum olíum frá Grasse í Frakklandi og pöntuðum nokkrar prufur. Einnig var okkur mikilvægt að sápugrunnarnir væru úr góðum hráefnum og fundum við breskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á hágæða sápugrunni með ýmsum náttúrulegum og húðmýkjandi innihaldsefnum. Nú höfum við sankað að okkur öllu sem þarf til að búa til sápur heima á öruggan og einfaldan hátt og hægt er að fá allt sem þarf hér á bótaník.is